Ávarp Inosuke Hayasaki við kertafleytinguna, 9. ágúst

avarp-hayasaki

Ég býð ykkur öllum Íslendingum, er elskið frið og aðra menn, gott kvöld.

Ég heiti Inosuke Hayasaki, kem frá borginni Nagasaki í Japan og er sendiboði friðar á sýningunni um kjarnorkusprengurnar hér á landi.

67 ár eru nú liðin frá því að kjarnorkusprengjum var varpað á land okkar. Ég tárast við þessa athöfn hér, þegar friðelskandi Íslendingar taka þátt í þessari minningarathöfn um fórnarlömb kjarnorkusprengjanna. Með kertafleytingu færum við sálum fórnalambanna ró.

Fyrir hönd íbúa Hiroshima, Nagasaki og fyrir hönd allra Japana, vil ég þakka ykkur af heilum hug. Innilegustu þakkir.