Um árásirnar

Þann 6. ágúst 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengju á borgina Hírósíma í Japan. Það var í fyrsta skiptið sem kjarnorkusprengja var notuð í hernaði.

Aldrei áður hafði ein sprengja valdið eins miklu manntjóni og eyðileggingu.

Þremur dögum seinna, 9. ágúst 1945, ákváðu Bandaríkjamenn að gera aðra kjarnorkuárás á Japan.

Þó fleiri en tvöþúsund kjarnorkusprengjur hafi verið sprengdar í tilraunaskyni síðan þá hafa þær ekki aftur verið notaðar í hernaði.