Viðburðir

Opnunarathöfn í Listasafni Reykjavíkur

Rúmlegar eitt hundrað boðsgestir voru viðstaddir opnunarathöfn sýningarinnar í Listasafni Reykjavíkur síðdegis 9. ágúst. Auður Hauksdóttir, dósent og stjórnarformaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands stýrði athöfninni sem var mjög áhrifamikil. Forstjóri minningarsafnsins The Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb. Masanobu Chita og sendiherra Japans á Íslandi, Masayuki Takashima [...]

Meira

Sýningin opnar í dag 9. ágúst kl. 19.30 í Borgarbókasafni við Tryggvagötu

Fræðslu- og ljósmyndasýning um kjarnorkusprengjurnar sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki og afleiðingar þeirra verður opnuð í Borgarbókasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu fimmtudaginn 9. ágúst kl. 19.30 og er opin það kvöld til kl. 22.00, en þá geta gestir gengið til Tjarnarinnar þar sem kertafleyting í minningu fórnarlambanna hefst kl. 22.30. Á sýningunni eru munir [...]

Meira

Opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands, hr. Inosuke Hayasaki sem lifði af kjarnorkusprengjuna í Nagasaki

Í gær miðvikudag stóðu Stúdentaráð Háskóla Íslands og Friðarþing íslenskra skáta 2012 fyrir opnum fyrirlestri hr. Inosuke Hayasaki 81 árs gamals Japana, sem lifði af kjarnorkusprenginguna í Nagasaki. Hann var þá 14 ára, starfaði í hergagnaverksmiðju Mitsubishi og var staddur í rúmlega eins kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan sprakk. Að fyrirlestrinum, sem var [...]

Meira