Viðburðir

Á fjórða þúsund hafa skoðað sýninguna

Frá 9. ágúst hafa um þrjú þúsund og þrjú hundruð gestir skoðað sýninguna í Borgarbókasafninu. Algengt er að foreldrar komi með stálpuð börn og eins nýta margir erlendir gestir þetta tækiifæri. Á föstudaginn 31. ágúst hefjast svo skólaheimsóknir á sýninguna og er mikill áhugi á þeim og liggja fyrir fjölmargar pantanir.

Meira

Fjölmiðlar sýna kennsluefni tengt sýningunni áhuga

Fréttablaðið í dag 23. ágúst birtir á forsíðu og sérstakri síðu um Nám bls. 32,  greinar um kennsluefni tengt sýningunni, kennsluvef sýningarinnar sem Halldór Björgvin Ívarsson, kennari og sjómaður útbjó fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla (sjá nánar undir: www.hirosimanagasaki.is/fyrir-skola/). Kennsluvefurinn er einkar notendavænn bæði fyrir nemendur og kennara og samræmist vel námsmarkmiðum aðalnámskrár grunnskóla [...]

Meira

SIPRI gefur út árlegt rit um stöðu átaka, herbúnaðar, vopnaeftirlits og afvopnun þjóða heims.

STOCKHOLM INTERNATIONAL PEACE RESEARCH INSTITUTE (SIPRI) er óháð, alþjóðleg stofnun sem rannsakar og hefur eftirlit með stöðu friðar í heiminum; nánar tiltekið átök, herbúnað, vopnaeftirlit og afvopnun þjóða. Stofnað árið 1966, SIPRI birtir gögn, greiningu og tillögur byggðar á opinberum heimildum til að stjórnmálamenn, vísindamenn og almenningur geti stuðst við og fylgst með stöðu mála. SIPRI hefur nýlega [...]

Meira

Ellefu hundruð sýningargestir á Menninganótt 18. ágúst

Mikill fjöldi gesta heimsótti sýninguna laugardaginn 18. ágúst en þann dag voru menningarviðburðir um alla borg frá hádegi til kl. 22 um kvöldið. Foreldrar með börn, ungt fólk sem eldra streymdu um sýningarsalinn og gáfu sér góðan tíma. Á sýningunni bauðst gestum að glíma við origami pappírsbrot með aðstoð félaga úr Origami Ísland og seinna um kvöldið leiðbeindu Japanir sem [...]

Meira

Velkomin í grænt teboð, upplestur og Origami leiðsögn á Menninganótt

Á morgun laugardaginn 18. ágúst -Menningarnótt- munu Japanir búsettir á Íslandi standa fyrir viðburðum á sýningarstaðnum, Borgarbókasafni Reykjavíkur, sem tengjast sýningunni og japanskri menningu. Boðið verður upp á sögustund með börnum um kjarnorku kl. 16.00, 16.30, 17.00 og 17.30. Um kvöldið kl. 20.00 verður gestum boðið í grænt teboð að hætti Japana og veitt verður [...]

Meira

Kennurum kynnt fræðsluverkefni sýningarinnar

Í gær hófst umfangsmikil kynning til grunnskólakennara á nemendaverkefninu sem unnið var í tengslum við sýninguna og er opið á hirosimanagasaki.is. Sjá nánar um verkefnið undir flipanum: „Fræðsla fyrir skóla“ Í dag, fimmtudaginn 16. ágúst, er verkefnið kynnt á námsgagnasýningu fyrir grunnskóla í Háskóla Íslands, menntavísindasviði við Stakkahlíð. Á myndinni sést Ósk Auðunsdóttir, kennari við Sjálandsskóla í Garðabæ, kynna sér [...]

Meira

Viðtal á Stöð 2 við Inosuke Hayasaki

Saga hins 81 árs gamla fórnarlambs kjarnorkusprengjunnar á Nagasaki vakti að vonum athygli á Íslandi og ávörp hans í Háskóla Íslands, við opnunarathöfnina í Listasafni Reykjavíkur og við kertafleytinguna 9. ágúst voru sögulegir viðburðir. Aldrei fyrr hefur fórnarlamb kjarnorkusprengnanna heimsótt Ísland í þessum tilgangi.  Hér má sjá viðtal sem birtist í Íslandi í dag þann [...]

Meira

Inosuke Hayasaki ávarpar þátttakendur við kertafleytingu.

Samstarfshópur íslenskra friðarhreyfinga stóð sem fyrr að kertafleytingu við Tjörnina þann 9. ágúst til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengnanna og hvetja til útrýmingar kjarnor kuvopna. Inosuke Hayasaki sem lifði af kjarnorkusprengjuna í Nagasaki, þá aðeins 14 ára, en í dag 81 árs ávarpaði hópinn og hét á alla viðstadda að að leggja baráttu fyrir friði og [...]

Meira

Sýningin opin alla daga

Sýningin í aðalsafni Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu er nú opin alla daga til og með 13. september. Opnunartímar eru 10-19 mánudaga til fimmtudaga, 10-17 á föstudögum og 13-17 laugardaga og sunnudaga. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Meira

Sýningin opnuð 9. ágúst kl. 19.30 í Borgarbókasafni Reykjavíkur v. Tryggvagötu

Þetta fyrsta kvöld sýningarinnar komu fleiri að skoða sýninguna en við áttum von á. Fólk gaf sér góðan tíma að skoða myndirnar og lesa textana sem eru mjög vel unnir, bæði á íslensku og ensku. Á sérstökum borðum eru seðlar sem gestir eru beðnir um að skrifa á friðarkveðjur til japönsku þjóðarinnar, miðar sem síðan [...]

Meira