Sýningin opnuð 9. ágúst kl. 19.30 í Borgarbókasafni Reykjavíkur v. Tryggvagötu

112

Þetta fyrsta kvöld sýningarinnar komu fleiri að skoða sýninguna en við áttum von á. Fólk gaf sér góðan tíma að skoða myndirnar og lesa textana sem eru mjög vel unnir, bæði á íslensku og ensku.

Á sérstökum borðum eru seðlar sem gestir eru beðnir um að skrifa á friðarkveðjur til japönsku þjóðarinnar, miðar sem síðan eru festir á fallegt birkitré í salnum. Þeir sem vilja geta spreytt sig á pappírslist Japana Origami og búið til samkvæmt einföldum leiðbeiningum pappírs-trönu, en sá fugl tengist efni sýningarinnar í gegnum sögu Sadako (http://www.hiroshima-is.ac.jp/index.php?id=64 ) ungrar japanskrar stúlku sem varð fyrir geislavirkni, fékk krabbamein og lést.

Margir gestanna höfðu á orði að þeir vildu koma aftur með börn sín eða barnabörn og kynna þeim þennan svarta blett á sögu mannkyns.

Sýningin verður nú opin alla daga fram til 13. september á opnunartíma Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu.