Mikill fjöldi gesta heimsótti sýninguna laugardaginn 18. ágúst en þann dag voru menningarviðburðir um alla borg frá hádegi til kl. 22 um kvöldið. Foreldrar með börn, ungt fólk sem eldra streymdu um sýningarsalinn og gáfu sér góðan tíma.
Á sýningunni bauðst gestum að glíma við origami pappírsbrot með aðstoð félaga úr Origami Ísland og seinna um kvöldið leiðbeindu Japanir sem búa á Íslandi.
Síðdegis voru upplestrar Japana búsettra á Íslandi fyrir börn. Lesin var saga Katsuji Yoshida sem var ungur drengur í Nagasaki þegar sprengjan féll. Seinna á ævinni tók hann þátt í baráttu gegn kjarnavopnum og varð ítrekað að orði: Grunnur friðar er að skilja sársauka annarra.
Um kvöldið bauð hópur Japana gestum í grænt teboð, grænt te og hrískökur.
Tweet