Þáttur í sýningunni eru vefverkefni sem tengja saman námsefni í efstu bekkjum grunnskóla og efni sýningarinnar. Þrjátíu og tveir grunnskólabekkir hafa bókað heimsóknir á sýninguna, flestir heimsækja Borgarbókasafnið, en einnig eru enn að berast bókanir fyrir Háskóla Íslands en þar opnar sýningin þann 17. september og stendur til 9. október. Bekkirnir, undir leiðsögn kennara, nýta sér ítarlega útfærð nemendaverkefnin hér á síðunni. Hlekkur: Fræðsla fyrir skóla.
Frábært hefur verið að fylgjast með áhuga unga fólksins, sem flest kemur af höfuðborgarsvæðinu; Reykjavík, Kópavogi, Hafnafirði, Garðabæ og Mosfellsbæ, en einnig komu 72 nemendur alla leið frá Vestmannaeyjum.
Hér er hlekkur á frétt RÚV um nemendaheimsóknir á sýninguna: Þúsund nemendur hafa skoðað sýninguna
Tweet