Þriðjudaginn 9. október um kl. 16.00 munu félagsmenn Politica, félagi stjórnmálafræðinema og Banzai, félagi nemenda í japönsku, með stuðningi Stúdentaráðs HÍ, taka á móti um 50 ungmennum frá 8 löndum sem hér eru stödd til að taka þátt í Friðarþingi íslenskra skáta, sem haldið er tilefni af 100 ára afmæli skátahreyfingarinnar á Íslandi. Markmið heimsóknar ungmennanna 50 til Íslands að efla alþjóðavitund þeirra og skilning á friði og að þeir hafi í heimalöndum sínum frumkvæði að verkum sem stuðla að friði.
Stutt kveðja frá forstjóra The Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb, verður flutt á 1. hæð Háskólatorgs, en síðan munu gestirnir skoða sýninguna, hitta félagsmenn Politica og Banzai, minnast fórnarlambanna með mínútu þögn og hlýða sameiginlega á lag John Lennon, Imagine, en Friðarsúla helguð minningu John Lennon og baráttu hans fyrir friði verður tendruð í Viðey í kvöld. Athöfnin markar lok sýningarinnar í Háskóla Íslands og eru allir hjartanlega velkomnir.