Inosuke Hayasaki ávarpar þátttakendur við kertafleytingu.

Kertafleyting við tjörnina

Samstarfshópur íslenskra friðarhreyfinga stóð sem fyrr að kertafleytingu við Tjörnina þann 9. ágúst til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengnanna og hvetja til útrýmingar kjarnor

kuvopna. Inosuke Hayasaki sem lifði af kjarnorkusprengjuna í Nagasaki, þá aðeins 14 ára, en í dag 81 árs ávarpaði hópinn og hét á alla viðstadda að að leggja baráttu fyrir friði og afvopnun lið. Dr. Eyþór Eyjólfsson, stjórnarformaður Takanawa ehf, þýddi ávarp hans á íslensku. Forstjóri Nagasaki minningarsafnsins afhenti Samstarfshópnum fimm handgerð kerti sem börn í Nagasaki höfðu gert og vildu senda Íslendingum sem þakklætisvott fyrir að halda á lofti minningu fórnarlamba kjarnorkusprengnanna með árlegum kertafleytingum