Sérstakir gestir lokaathafnarinnar í Háskóla Íslands voru 50 ungmenni víðs vegar að úr heiminum sem eru stödd hér á landi vegna 100 ára afmælis Bandalags íslenskra skáta, en afmælisárið er helgað friði. Um 40 nemendur Háskólans í stjórnmálafræði og japönsku tóku á móti þeim, ásamt aðstandendum sýningarinnar og Japönum sem búsettir eru á Íslandi. Á efri hæð Háskólatorgs var athöfn þar sem lesin var kveðja frá forstjóra The Nagasaki National Peace Memorial Hall for the Atomic Bomb, herra Masanobu Chita og erlendu skátarnir fluttu stutt atriði sem þeir nefndu The Value of Life. Að því loknu gengu gestir til sýningarinnar þar sem þeir sameinuðust í einnar mínútu þögn og minntust fórnarlamba sprengnanna. Síðan var lag John Lennon leikið, Imagine og í kjölfarið skoðuðu gestir sýninguna á þessum lokadegi hennar hér í Reykjavík.
Tweet