Fræðslu- og ljósmyndasýningunni á Háskólatorgi um kjarnorkuárásirnar á Hírósíma og Nasaki lýkur 9. október. Frá því sýningin opnaði í Borgarbókasafni þann 9. ágúst sl. hafa hátt í 10.000 manns skoðað sýninguna þar af um 1.500 nemendur grunn- og framhaldsskóla sem hafa komið með sínum bekk og kennurum og unnið verkefni út frá sýningunni. Á næst síðasta degi sýningarinnar í Háskólanum komu tæplega 60 nemendur úr Menntaskólanum í Kópavogi og um 25 nemendur úr Hagaskóla, en allur 9. og 10. bekkur Hagaskóla hefur heimsótt og unnið verkefni út frá sýningunni.
Tweet