Hírósíma / Nagasaki sýningin býður nemendum 10. bekkja grunnskóla sérstaklega að koma á sýninguna og vinna verkefni um kjarnorkuárásirnar 1945
Skólaheimsóknir
Frekari upplýsingar veita: Margrét S. Björnsdóttir – margretsigrunbjornsdottir@gmail.com s. 8677817 og höfundur efnisins, ef um faglegar spurningar er að ræða, er Halldór B. Ívarsson – halldor@ismennt.is.
Nauðsynlegt er að bóka tíma ef um bekkjarheimsókn er að ræða. Við bókunum tekur í Reykjavík: holmfridur.gunnlaugsdottir@reykjavik.is.
Kennsluefnið
Hægt er að nálgast kennsluefnið á þessari síðu:
http://www.namsleikir.is/opid/namsvefir/HirosimaOgNagasaki/grunnskoli.html
Kennsluefnið er hugsað til stuðnings fyrir þá kennara og nemendur sem fara á sýninguna en nýtist þó einnig mjög vel þeim sem ekki hafa tök á að sjá hana. Nálgun við efnið tekur mið af markmiðum aðalnámskrá í samfélagsfræði, þjóðfélagsfræði og náttúrufræði og umhverfismennt.
Ef ætlunin er að fara á sýninguna er best að nota vefsíðuna til þess að kynna efnið fyrir nemendum áður en farið er á hana (t.d. með því að velja „skoða glærur“ undir „til fróðleiks“). Jafnframt er best að afhenda nemendum þau verkefni sem fylgja kennsluefninu áður en farið er á sýninguna og kynna fyrir þeim í hverju verkefnin fyrir sýninguna eru fólgin. Ef ætlunin er að vinna önnur verkefni, t.d. ítarefnisverkefni, er gott að nemendur séu búnir að velja sér verkefni áður en farið er á sýninguna svo þeir geti lagt sérstaka áherslu á að kynna sér þau veggspjöld sem hafa upplýsingar um það efni sem þeir ætla að vinna.
Öll verkefni sem fylgja kennsluefninu, fyrir utan gagnvirkt próf, eru í „Nemandamöppu“ sem hægt er að prenta út. Það er ekki ætlunin að nemendur vinni öll verkefni möppunnar. Verkefnaval fer eftir þeim tíma sem tekinn er í efnið og áhugasviði nemenda. Ef tími til þess að vinna efnið er mjög takmarkaður er gott að láta duga að taka fyrir „Til umræðu eftir sýninguna“, „Spurningar með vefsíðu“ og „Gagnvirkt próf“. Það segir sig þó sjálft að nemendur fræðast best um efnið ef þeir fá einnig tækifæri til að leysa „Ítarefnisverkefni“ og „Veggspjaldaverkefni“.
Ef kennari telur að þau verkefni sem eru í boði uppfylli ekki þarfir sinna nemenda er auðvelt fyrir hann að nota vefsíðuna sem grunn fyrir eigin verkefni.
Eins og sjá má af þessu er megin hugmyndin sú að kennsluefnið nýtist til að undirbúa nemendur fyrir sýninguna, gefa þeim tækifæri til að tileinka sér efni sýningarinnar og vinna áfram með efni hennar þegar aftur er komið í kennslustofnuna.
Halldór Björgvin Ívarsson, kennari, tók saman kennsluefnið.
Tweet